Meistaradeild Evrópu - Dregið í dag
Í dag, þriðjudaginn 19. júní, verður dregið í 1. og 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og verður dregið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Íslandsmeistarar Vals verða í einni af kúlunum og er ljóst að andstæðingar þeirra verða eitthvað af eftirfarandi félögum:
- Ludogorets Razgrad (Búlgaría)
- Legía Varsjá (Pólland)
- Malmö (Svíþjóð)
- Rosenborg (Noregur)
- HJK Helsinki (Finnland)
Á morgun, miðvikudag, verður svo dregið í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA og verða þrjú önnur íslensk félög þá í pottinum, FH, Stjarnan og ÍBV.