Fjölgun áhorfenda í Pepsi deild karla milli ára
Alls mættu 48.492 áhorfendur á leiki fyrstu átta umferðanna í Pepsi-deild karla. Að meðaltali eru þetta því 1.010 áhorfendur á hvern leik. Er þetta heldur betri mæting heldur en eftir jafn marga leiki á síðasta tímabili en þá mættu 993 áhorfendur að meðaltai á fyrstu 48 leikina.
Flestir voru áhorfendur, hingað til, á leiki fyrstu umferðarinnar en þá voru þeir 1.464 að meðaltali en fæstir mættu á leiki 4. umferðar, 780 að meðaltali. Flestir áhorfendur á einn leik voru á Valsvelli í fyrstu umferðinni þegar 2.489 sáu leik Vals og KR.
Besta aðsóknin hingað til hefur verið á Kópavogsvöll en þar hafa komið 1.428 að meðaltali á leik og skammt undan er aðsókn á Alvogen völlinn, 1.422 að meðaltali. Hafa ber í huga að félög hafa leikið mismunandi marga heimaleiki og getur það haft nokkur áhrif á þessar meðaltalstölur.