VAR dómgæsla á HM í Rússlandi
Í lokakeppni HM í Rússlandi 2018 hyggst FIFA nofæra sér „Video-aðstoðardómgæslu“ sem oftast gengur undir nafninu VAR. Eins og flestir knattspyrnuaðdáendur hafa orðið varir við hafa verið gerðir tilraunir með notkun kerfisins á hinum ýmsu knattspyrnumótum. Í pistli sínum hér fer Gylfi Þór Orrason fyrrverandi milliríkjadómari yfir framkvæmdina á mótinu, en að sjálfsögðu verður stuðst við þessa tækni í leikjum Íslands á mótinu.