Uppgangur í knattspyrnuiðkun í Bláskógabyggð
Mikill uppgangur hefur verið í knattspyrnuiðkun í Bláskógarbyggð að undanförnu en alls stunda 70 krakkar knattspyrnu á svæðinu, 30 á Laugarvatni og 40 í Reykholti.
Tómas Þóroddsson, landshlutafulltrúi KSÍ á suðurlandi, heimsótti Laugarvatn í vikunni og færði krökkunum bolta, keilur og vesti að gjöf. Vel var tekið á móti Tómasi þar sem hann hitti nokkra krakka á fótboltavellinum ásamt þjálfurunum Guðna Sighvatsson og Gústaf Sæland.