Fundargerð Mótanefndar - 7. júní 2018
Fundur Mótanefndar 7. júní 2018 kl. 16:00 á skrifstofu KSÍ
Mættir: Vignir Már Þormóðsson formaður, Björn Friðþjófsson, Ingvar Guðjónsson (í síma), og Þórarinn Gunnarsson.
Einnig sátu fundinn Birkir Sveinsson og Guðlaugur Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Birkir Sveinsson
Eftirfarandi var rætt:
- Mót meistaraflokka
- Íslandsmót og Mjólkurbikarinn
Rætt almennt um upphaf mótanna. Farið yfir undanþágur vegna vallarmála. Í upphafi sumars hafa Selfoss, Fram, ÍR, Leiknir R fengið undanþágu til að leika á varavöllum sem uppfylla ekki alveg skilyrði reglugerðarinn til keppni i vallarflokki C.
Rætt hvernig koma megi betur til móts við yngri landslið sem koma saman áður en landsliðsgluggar opna.
Rætt hvernig bæta megi ákvörðun um leikdaga eftir drátt í bikar.
Farið yfir skyldur mótanefndar varðandi beinar útsendingar frá leikjum í Pepsi-deild karla og Mjólkuribkar karla. Ekki nógu skýrt hverjar skyldurnar eru.
- Erindi frá FH vegna Egilshallar
Farið yfir erindi frá FH dagsett 9. maí og 14. maí þar sem gerðar eru verulegar athugasemdir við það að KSÍ hafi heimilað að leikurinn Fjölnir – FH hafi farið fram í Egilshöl.
Athugasemdir FH lúta aðalega að því að það sé hættulegt að leika á þurru grasi innandyra, birtuskilyrði og þeir efist um að Extravöllurinn hafi í raun verið óleikhæfur.
Ákveðið að koma athugasemdum FH til Mannvirkjanefndar KSÍ og ÍBR.
- Erindi frá FH vegna FH-KA 17. maí 2018
Farið yfir erindi frá FH dagsett 17. maí þar sem mótmælt er harðlega að KSÍ hafi ekki fallist á ósk FH um frestun á leik FH og KA í Pepsi-deild karla 17. maí.
Erindi barst frá FH kl. 12.27 á leikdegi um frestun vegna slæmrar veðurspár. KA var alfarið á móti frestuninni. Bar fyrir sig mikinn kostnað við að breyta flugi með svo stuttum fyrirvara og að veðurspá gæfi ekki til kynna að það yrði óleikhæft um kvöldið.
Nefndin telur sig þurfa mun sterkara umboð frá aðildarfélögum ef fresta á leikjum af markaðslegum ástæðum vegna veðurs þegar hlutaðeigandi félög eru ósammála um að fresta. Einnig þurfa félögin að koma óskum á framfæri við nefndina fyrr en mótastjóri hafði í hádeginu deginum áður aðvarað FH um veðurspánna. Í þessu samhengi verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér hver bæri ábyrgð á kostnaði sem KA hefði orðið fyrir ef leiknum hefði verið frestað.
Á leikdegi kl. 14.47, þegar fyrir lá að mótanefnd hafði ekki samþykkt erindi FH um frestun, sendi FH tilkynningu til KSÍ og KA um að Kaplakrikavöllur verði lokaður frá kl. 17.00 til 24.00 vegna veðurs. Eftir samtöl við FH var vellinum ekki lokað og leikurinn fór fram.
Nefndin lítur á það mjög alvarlegum augum þegar félög virða ekki ákvarðandi KSÍ og ætla að knýja fram vilja sinn í málinu með því að grípa til svo alvarlegara aðgerða að loka leikvelli án tilefnis með mögulegum alverlegum afleiðingum.
- Íslandsmót og Mjólkurbikarinn
- Lengjubikarinn 2018
- Formaður greindi frá fundi sem hann og mótastjóri áttu með formanni og framkvæmdastjóra ÍTF. Farið var yfir byrjun mótanna og umræður um félagskiptagluggan og hugsanlegar breytingar á honum í nánustu framtíð. Megin tilgangur fundarins var samt sem áður að fara yfir fyrirkomulag Lengjubikarsins 2019 með reynslu síðasta tímabils í huga. Ákveðið var að leika eftir sama fyrirkomulagi og árið 2018. ÍTF óskaði eftir því að leikdagar mótsins liggi fyrir fyrr en venja hefur verið og verður stefnt að því.
- Formaður greindi frá fundi sem hann og mótastjóri áttu með formanni og framkvæmdastjóra ÍTF. Farið var yfir byrjun mótanna og umræður um félagskiptagluggan og hugsanlegar breytingar á honum í nánustu framtíð. Megin tilgangur fundarins var samt sem áður að fara yfir fyrirkomulag Lengjubikarsins 2019 með reynslu síðasta tímabils í huga. Ákveðið var að leika eftir sama fyrirkomulagi og árið 2018. ÍTF óskaði eftir því að leikdagar mótsins liggi fyrir fyrr en venja hefur verið og verður stefnt að því.
- Mót yngri flokka 2018
- Upphaf mótanna
Rætt almennt um upphaf mótanna. - Úrsagnir úr mótum
Yfirliti dreift um úrsagnir úr mótum yngri flokka.
Farið yfir mál Gróttu sem sendi inn úrsagnir í þremur aldursflokkum. En ekki hafði verið hægt að verða við óskum þeirra um lækkun um riðil því tilkynntu þeir um þessar úrsagnir. Reynt var að koma til móts við Gróttu með öðrum hætti og niðurstaðan var því sú að úrsagnir urðu ekki eins miklar.
- Starfshópur um riðlaskiptingu í 5. flokki
Skipað í starfshóp um riðlaskiptingu í 5. flokki:
Sveinbjörn Másson, Hákon Sverrisson, Bergvin Fannar Gunnarsson, Arnar Bill Gunnarsson. Með nefndinni starfa Birkir Sveinsson og Guðlaugur Gunnarsson
- Upphaf mótanna
Fleira ekki rætt