U19 kvenna - 1-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik í milliriðlum undankeppni EM 2018
U19 ára lið kvenna vann í dag 1-0 sigur á Póllandi í fyrsta leik liðsins í milliriðlum undankeppni EM 2018, en leikið er í Póllandi. Það var Bergdís Fanney Einarsdóttir sem skoraði mark Íslands á 19 mínútu. Ísland leikur næst gegn Noregi á föstudaginn.
Byrjunarlið Íslands:
Telma Ívarsdóttir (M)
Sóley María Steinarsdóttir
Hulda Björg Hannesdóttir
Kristín Dís Árnadóttir
Guðný Árnadóttir
Bergdís Fanney Einarsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir (F)
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
Stefanía Ragnarsdóttir
Ásdís Karen Halldórsdóttir