Nýjar upplýsingar frá FIFA vegna afhendingu miða og FAN ID
Þær upplýsingar hafa borist frá FIFA að ekki náist að póstsenda alla miða og öll FAN-ID til þeirra einstaklinga sem keypt hafa aðgöngumiða að leikjum á HM í Rússlandi. FIFA hefur því staðfest að hægt verði að nálgast aðgöngumiða í öllum borgum þar sem leikir fara fram, á þar til greindum afhendingarstöðum (Ticket Collection Location).
Hafi FAN-ID ekki borist miðakaupendum með pósti þegar haldið er til Rússlands, þá nægir að prenta út rafræna staðfestingu á að viðkomandi muni fá FAN-ID (með mynd af viðkomandi) og hafa meðferðis þegar fólk nálgast miða í borg þar sem leikir fara fram.
Ef aðgöngumiðinn er ekki kominn í pósti = Farið á afhendingarstaði miða í leikborgum, hafið FAN-ID (eða rafræna staðfestingu) með ykkur.
Hér má sjá hvar hægt er að sækja miðana í Rússlandi:
Hér er hægt að sjá hvar í leikborgunum er hægt að sækja FAN ID: