Stefán Daníel Jónsson ráðinn í tímabundið starf vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ
Stefán Daníel Jónsson hefur verið ráðinn í tímabundið starf vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu. Stefán mun hefja störf 1. júlí nk. og starfa til 31. desember 2018. Aðalverkefni Stefáns verður að vinna að gerð leyfiskerfis fyrir félög í Pepsi-deild kvenna sem stefnt er að verði tilbúið til kynningar í upphafi ársins 2019.Stefán er 30 ára gamall og útskrifaðist með meistarpróf frá lagadeild Háskóla Íslands sumarið 2013. Þá lauk hann meistaraprófi í alþjóðasamskiptum úr stjórnmálafræðideild við sama skóla sumarið 2017. Hann hefur starfað sem laganemi hjá Útlendingastofnun og sem lögfræðingur hjá Vegagerðinni ásamt því að hafa sinnt öðrum verkefnum í hlutastarfi bæði fyrir Innanríkisráðuneytið og sjálfstætt starfandi lögmann. Stefán starfar um þessar mundir sem lögfræðingur hjá kærunefnd útlendingamála þar sem hann hefur verið síðan ágúst 2016 en hann mun taka sér sex mánaða leyfi frá því starfi á meðan samstarfsverkefninu stendur.
Stefán hefur verið viðloðandi knattspyrnu frá blautu barnsbeini en hann hefur stundað knattspyrnu frá 5 ára aldri og hefur spilað í öllum deildum íslandsmótsins ásamt því að hafa verið til aðstoðar í yngri flokka þjálfun og í knattspyrnuskólum á vegum Stjörnunnar.