KSÍ og félögin í Pepsi deild karla og kvenna gera samning við InStat
KSÍ og félögin í Pepsi deild karla og kvenna hafa gert þjónustusamning við Instat, sem sérhæfir sig í leikgreiningu á leikjum.
Allir leikir sem spilaðir verða í Pepsi deild karla og kvenna í sumar munu verða leikgreindir og munu félögin fá skýrslur um leik sinna liða sem og verðandi andstæðinga.
Instat forritið býður upp á fjölda möguleika sem tengjast leikgreiningu og tölfræði og gerir KSÍ miklar væntingar til þess að þjónusta Instat muni auka enn frekar fagmennskuna í íslenskri knattspyrnu. Þessi samvinna mun einnig hjálpa við að kynna íslenska leikmenn á erlendum vettvangi.