Vilhjálmur Alvar dæmdi leik Englands og Ítalíu á EM U17 karla
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leik Englands og Ítalíu á EM U17 karla, en mótið fer fram í Englandi. Það má með sanni segja að um var að ræða stórleik og er þetta mikil viðurkenning fyrir Vilhjálm Alvar.
Þetta er annar leikurinn sem hann dæmir á mótinu, en á laugardag dæmdi hann leik Írlands og Belgíu.