Heimir Hallgrímsson og Arnar Bill Gunarsson í heimsókn í FIFA safninu í Zurich
Heimir Hallgrímsson, þjálfari A landsliðs karla, og Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, heimsóttu á dögunum FIFA safnið í Zurich og tóku þar þátt í pallborðsumræðum. Umræðuefnið var ótrúlegur árangur íslenska karlandsliðsins undanfarin ár.
Fundurinn var liður í HM 2018 þema safnsins þar sem fulltrúar nokkurra liða eru fengnir til að ræða hluti tengda þeirra liði. Þetta er mikill heiður fyrir íslenska knattspyrnu, en fjölmiðlar hvaðanæva úr heiminum voru á staðnum.