Gríðarlegur áhugi erlendra fjölmiðla á íslenskri knattspyrnu
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenskri knattspyrnu hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og hingað til lands streymir fjölmiðlafólk frá öllum heimshornum til að kynna sér uppgang síðustu ára. Félög eru heimsótt, tekin viðtöl og myndefni og fréttaefni birt í miðlum í öllum heimshornum.
Á þessu ári hefur áhuginn vaxið enn meira frá því sem áður var og sem dæmi má nefna að hér á landi eru nú stödd sjónvarpsteymi frá Kína, Austurríki og Bandaríkjunum, sem hyggjast fylgjast vel með upphafi Íslandsmótsins og munu m.a. mynda á leikjum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.