HM frímerkið komið út
Frímerki til að fagna þáttöku íslenska karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar er komið út. Það sem helst gerir þetta frímerki öðruvísi en önnur er að allt landsliðið tók þátt í teiknun þess og er þetta í fyrsta sinn sem tenging er við íslenskt landslið í knattspyrnu á frímerki.
Þetta var frekar óvenjulegt landsliðsverkefni þar sem hver leikmaður úr landssliðshópnum teiknaði eftir fyrirfram hannaðri mynd á gegnsæjan pappír. Hönnuður frímerkisnis, Örn Smári Gíslason, skannaði síðan allar teikningarnar og setti saman í eina myndskreytingu sem prýðir frímerkið og ber vitni um sterka liðsheild Íslenska landsliðsins í fótbolta.