Val spáð sigri í Pepsi deild karla 2018
Á þriðjudaginn fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsi deildar karla og fór hann fram í húsakynnum Ölgerðarinnar. Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum Vals spáð titlinum og FH öðru sæti. Víking R. og ÍBV er spáð falli í 1. deild, en það verður að teljast áhugavert að báðum nýliðum deildarinnar er spáð áframhaldandi veru í deildinni.
Það eru þjálfarar, fyrirliðar og formenn félaganna sem að spá um röð félaganna og voru niðurstöðurnar eftirfarandi:
1. Valur - 359 stig.
2. FH - 318 stig.
3. Stjarnan - 302 stig.
4.-5. KR - 269 stig.
4.-5. Breiðablik - 269 stig.
6. KA - 199 stig.
7. Grindavík - 166 stig.
8. Fjölnir - 161 stig.
9. Fylkir - 132 stig.
10. Keflavík. - 92 stig.
11. Víkingur R. - 82 stig.
12. ÍBV - 73 stig.