• þri. 24. apr. 2018

Úthlutun úr Mannvirkjasjóði 2018

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 13. apríl síðastliðinn úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ. Þetta er í ellefta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum, en 32 umsóknir frá 22 félögum bárust.

Heildarupphæð framkvæmda skv. umsóknum eru tæpir 3 milljarðar kr. en til úthlutunar voru 50 milljónir og því þurfti að breyta viðmiðunum við úthlutun frá fyrri árum. 

Stjórn samþykkti að óska eftir því við mannvirkjanefnd að nefndin endurskoði reglugerð sjóðsins fyrir næsta ár, m.a. með tillliti til endurnýjunar gervigrasvalla og frekari áherslum á nýframkvæmdir.

Í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla kröfur vegna leyfiskerfis KSÍ. Vilyrði fyrir styrk þarf að endurnýja fyrir þau verkefni sem ekki hefjast á árinu.

Stjórn samþykkti að styrkja eftirfarandi umsóknir með þeim fyrirvara að endurskoða úthlutanir vegna knattspyrnuhúsa þegar líður á árið og umsókn Stjörnunnar varðandi keppnisvöll félagsins.

Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði að þessu sinni voru eftirtaldar:

Umsækjandi

Verkefni

Afgreiðsla stjórnar

Breiðablik

Gervigrasvöllur fyrir æfingar og keppni

8.000.000

Dalvík

Nýr gervigrasvöllur ofl.

10.000.000

Einherji

Vallarhús við íþróttavöll

2.000.000

FH

Knatthús

3.000.000

Fjölnir

Búningsaðstaða æfingasvæði Egilshöll

1.000.000

HK

Upphitun og lýsing á gervigrasvelli

2.000.000

Huginn

Endurgerð vallar

7.000.000

ÍA

Framkvæmdir við aðalvöll

1.000.000

ÍBV

Girðingar í kringum Hásteinsvöll

1.000.000

ÍR

Knatthús

3.000.000

Magni Grenivík

Búningsaðstaða ofl.

4.000.000

Snæfell

Sæti í stúku knattspyrnuvallar

500.000

Víðir Garði

Ný uppsteypt varamannaskýli

500.000

Víkingur Ó.

Gervigras lagt á Ólafsvíkurvöll ofl.

8.000.000

Þróttur Vogum

Fjölmiðaaðstaða, girðing, miðasala ofl.

1.000.000