• þri. 24. apr. 2018
  • Landslið

U19 kvenna - Dregið í lokakeppni EM 2018

Dregið var í lokakeppni EM 2018 hjá U19 kvenna í gær, þrátt fyrir að keppni í einum milliriðli sé eftir. Það er einmitt riðill Íslands, en ásamt stelpunum eru þar Grikkland, Noregur og Pólland og verður hann leikinn í byrjun júní. 

Það er því ljóst að ef Ísland endar á toppi síns riðils mun liðið vera í riðli A í lokakeppninni sem haldin verður í Sviss.

Riðill A

Sviss

Sigurvegari milliriðils 

Spánn

Frakkland

 

Riðill B

Holland

Danmörk

Þýskaland

Ítalía