Þór/KA og Stjarnan mætast í úrslitum Lengjubikars kvenna í dag
Þór/KA og Stjarnan mætast í dag í úrslitaleik Lengjubikars kvenna, en leikið er í Boganum á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 17:15.
Í undanúrslitunum vann Þór/KA 1-0 sigur gegn Breiðablik, en Stjarnan sló út Val með 2-1 sigri.
Stjarnan hefur orðið deildarbikarmeistari fjórum sinnum, en Þór/KA einu sinni.
Dómari leiksins er Sigurður Hjörtur Þrastarson. Honum til aðstoðar verða þeir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Vilhelm Adolfsson. Fjórði dómari er Bjarni Hrannar Héðinsson.