Vegna fréttar Fréttablaðsins um áfengisauglýsingu framan á búningi aðildarfélags
Mannleg mistök áttu sér stað á viðburði í höfuðstöðvum KSÍ þar sem áfengisauglýsing var sýnileg framan á búningi aðildarfélags. KSÍ er að skoða málið með viðkomandi aðildarfélagi, enda eru áfengisauglýsingar ólöglegar samkvæmt landslögum, auk þess sem fram kemur í reglugerð KSÍ um búnað knattspyrnuliða að „Auglýsing má aðeins varða vörutegund eða þjónustu sem ekki vinnur gegn hugsjónum íþróttamanna”. Í framhaldinu mun KSÍ skoða vinnulag og kanna hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar séu á keppnisfatnaði aðildarfélaga.