Valur meistari meistaranna
Valur vann ÍBV í gær 2-1 í Meistarakeppni KSÍ, en þar mætast bikar- og deildarmeistarar síðasta árs og fór leikurinn fram á Valsvelli. Það voru þeir Patrick Pedersen og Bjarni Ólafur Eiríksson sem komu Val í 2-0 í fyrri hálfleik, en Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn í lok fyrri hálfleiks.
Þetta er í 11. skipti sem Valur vinnur Meistarakeppni KSÍ og bættu þar með í forystu sína þar, en næst koma Keflavík, Fram og FH með sex sigra.
Til hamingju Valur!