• fös. 13. apr. 2018
  • Fundargerðir

2205. fundur stjórnar KSÍ - 13. apríl 2018

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Gísli Gíslason,  Ingi Sigurðsson, Ingvar Guðjónsson, Jóhann Torfason, Kristinn Jakobsson, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson, Vignir Már Þormóðsson, Bjarni Ólafur Birkisson, Björn Friðþjófsson, Tómas Þóroddsson. 

Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.  

Fjarverandi:  Jakob Skúlason, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason

Þetta var gjört:

  1. Fundargerð síðasta fundar
    • Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.

  2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar.
    • Landsliðsnefnd karla 26. mars 2018.
    • Leyfisráð 7. & 9. apríl 2018.
    • Mannvirkjanefnd 16. mars 2018.

  3. Reglugerðarbreytingar
    • Stjórn samþykkti eftirfarandi breytingar á reglugerðum um knattspyrnumót: 

      Tillaga að breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót
      Bráðabirgðaákvæði 9.2.3. og tillaga að breytingu á grein 9.3

      Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt:
      Það sem lagt er til að falli út er grænmerkt:

      Tillagan hljóðar svona:
      Bráðabirgðarákvæði 9.2.3 árið 2017, er svohljóðandi:
      Ákvæði til bráðabirgða 2017
      9.2.3. Noti félag leikmann sem hefur keppnisleyfi en uppfyllir ekki skilyrði greinar 9.2., skal félaginu gefinn frestur til að gera nauðsynlegar úrbætur. Að öðrum kosti skal málinu vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem skal beita sektum eða eftir atvikum útilokun leikmannsins frá keppni þar til úrbætur hafa verið gerðarVerði svohljóðandi,

      Verði svohljóðandi:
      Ákvæði til bráðabirgða 2018
      9.2.3. Noti félag leikmann sem hefur keppnisleyfi en uppfyllir ekki skilyrði greinar 9.2., skal félaginu gefinn frestur til að gera nauðsynlegar úrbætur. Að öðrum kosti skal málinu vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem skal beita sektum eða eftir atvikum útilokun leikmannsins frá keppni þar til úrbætur hafa verið gerðar

      Tillagan hljóðar svona:
      Ákvæði 9.3, er svohljóðandi:
      9.3. Í keppni 7, 8 og 11 manna liða mega varamenn ekki vera fleiri en 5 og skulu þeir skráðir á leikskýrslu sem og nöfn allt að 5 manna í liðsstjórn. Í meistaraflokki mega varamenn þó vera allt að 7 og allt að 7 menn í liðsstjórn. Á leikskýrsluna skal tilgreina kennitölu leikmanna og forráðamanna (fæðingardag í tilfelli útlendinga).

      Verði svohljóðandi:
      9.3. Í keppni 7, 8 og 11 manna liða er varamönnum og liðsstjórn heimilt að sitja á varamannabekk. mega vVaramenn mega ekki vera fleiri en 5 og skulu þeir skráðir á leikskýrslu sem og nöfn allt að 5 manna í liðsstjórn. Í meistaraflokki mega varamenn þó vera allt að 7 og allt að 7 menn í liðsstjórn. Á leikskýrsluna skal tilgreina kennitölu leikmanna og forráðamanna (fæðingardag í tilfelli útlendinga).

  4. Stefnumótunarvinna KSÍ og Expectus
    • Stjórn samþykkt stefnumótun KSÍ til ársins 2022.
    • Í framhaldi af stefnumótun var lagt fram til kynningar nýtt skipurit KSÍ.  Ekki er um að ræða veigamiklar breytingar, aðallega er verið að skerpa á skipulagi skrifstofunnar. Framkvæmdastjóra falið að hrinda skipuritinu í framkvæmd.
    • Stjórn leggur áherslu á að bæði stefnumótun og skipurit séu lifandi plagg.  Þessi gögn verða kynnt á fundum með aðildarfélögum KSÍ.

  5. Skipan nefnda
    • Stjórn samþykkti eftirfarandi skipan í nefndir og starfshópa sambandins: 

      Framkvæmdastjórn
      Guðni Bergsson, formaður
      Guðrún Inga Sívertsen
      Borghildur Sigurðardóttir
      Magnús Gylfason
      Vignir Már Þormóðsson
      Rekstrarstjórn Laugardalsvallar
      Guðni Bergsson, formaður
      Borghildur Sigurðardóttir
      Ingvar Sverrisson
      Klara Bjartmarz
      Ómar Einarsson

      Dómaranefnd
      Kristinn Jakobsson, formaður
      Borghildur Sigurðardóttir
      Bragi Bergmann
      Ingi Sigurðsson
      Jón Sigurjónsson
      Sigurður Óli Þorleifsson
      Viðar Helgason

      Fjárhagsnefnd
      Borghildur Sigurðardóttir, formaður
      Gísli Gíslason
      Ingi Sigurðsson
      Magnús Gylfason

      Fræðslunefnd
      Ragnhildur Skúladóttir, formaður
      Guðni Kjartansson
      Gunnar Már Gunnarsson
      Sigurður Þórir Þorsteinsson
      Örn Ólafsson

      Laga- og leikreglnanefnd
      Gísli Gíslason, formaður
      Guðmundur H. Pétursson
      Guðrún Inga Sívertsen

      Landsliðsnefnd karla
      Magnús Gylfason, formaður
      Jóhannes Ólafsson
      Ríkharður Daðason
      Rúnar V. Arnarson
      Landsliðsnefnd kvenna (A og U21)
      Guðrún Inga Sívertsen, formaður
      Arna Steinsen
      Íris Sæmundsdóttir
      Katla Guðjónsdóttir
      Ragnhildur Skúladóttir

      Landsliðsnefnd U21 karla
      Vignir Þormóðsson, formaður
      Ásgeir Ásgeirsson
      Borghildur Sigurðardóttir
      Gísli Gíslason
      Jónas Þórhallsson

      Unglinganefnd karla
      Jóhann Torfason, formaður
      Gunnar Gunnarsson
      Ingvar Guðjónsson
      Jónas Gestur Jónasson
      Marteinn Ægisson
      Pálmi Haraldsson
      Pétur Ólafsson
      Sigurður Örn Jónsson

      Unglinganefnd kvenna 
      Ragnhildur Skúladóttir, formaður
      Hafsteinn Steinsson
      Hanna Dóra Markúsdóttir
      Jakob Skúlason
      Mist Rúnarsdóttir
      Tómas Þóroddsson
      Viggó Magnússon

      Mannvirkjanefnd
      Ingi Sigurðsson, formaður
      Bjarni Þór Hannesson
      Jón Runólfsson
      Margrét Leifsdóttir
      Kristján Ásgeirsson
      Magnús Gylfason
      Þorbergur Karlsson

      Mótanefnd
      Vignir Már Þormóðsson, formaður
      Björn Friðþjófsson
      Ingvar Guðjónsson
      Jóhann Ingimundarson
      Róbert Agnarsson
      Sveinbjörn Másson
      Þórarinn Gunnarsson

      Samninga- og félagaskiptanefnd
      Guðrún Inga Sívertsen, formaður
      Gísli Hall
      Örn Gunnarsson
      Guðmundur H. Pétursson (til vara)
      Unnar Steinn Bjarndal (til vara)

      Útbreiðslunefnd
      Valgeir Sigurðsson, formaður
      Björn Friðþjófsson
      Jakob Skúlason
      Bjarni Ólafur Birkisson 
      Tómas Þóroddsson
      Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir

      Heilbrigðisnefnd
      Reynir Björn Björnsson, formaður
      Ásta Árnadóttir
      Friðrik Ellert Jónsson
      Guðrún Sigurðardóttir
      Haukur Björnsson
      Stefán Stefánsson

      Nefnd vegna endurskoðunar laga KSÍ
      Gísli Gíslason, formaður
      Feldís Lilja Óskarsdóttir
      Gísli Hall
      Guðjón Bjarni Hálfdánarson
      Jón Rúnar Halldórsson

    • Stjórn samþykkt að senda þakkarbréf til þeirra sem hætta í nefndum sambandsins.

  6. Mannvirkjasjóður
    • 32 umóknir frá 22 félögum bárust í mannvirkjasjóð.  Heildarupphæð framkvæmda skv. umsóknum eru tæpir 3 milljarðar kr. en til úthlutunar voru 50 milljónir og því þurfti að breyta viðmiðunum við úthlutun frá fyrri árum.
    • Stjórn samþykkti að óska eftir því við mannvirkjanefnd að nefndin endurskoði reglugerð sjóðsins fyrir næsta ár, m.a. með tillliti til endurnýjunar gervigrasvalla og frekari áherslum á nýframkvæmdir.
    • Stjórn samþykkti að styrkja eftirfarandi umsóknir með þeim fyrirvara að endurskoða úthlutanir vegna knattspyrnuhúsa þegar líður á árið og umsókn Stjörnunnar varðandi keppnisvöll félagsins.

      Umsækjandi

      Verkefni

      Afgreiðsla stjórnar

      Breiðablik

      Gervigrasvöllur fyrir æfingar og keppni

      8.000.000

      Dalvík

      Nýr gervigrasvöllur ofl.

      10.000.000

      Einherji

      Vallarhús við íþróttavöll

      2.000.000

      FH

      Knatthús

      3.000.000

      Fjölnir

      Búningsaðstaða æfingasvæði Egilshöll

      1.000.000

      HK

      Upphitun og lýsing á gervigrasvelli

      2.000.000

      Huginn

      Endurgerð vallar

      7.000.000

      ÍA

      Framkvæmdir við aðalvöll

      1.000.000

      ÍBV

      Girðingar í kringum Hásteinsvöll

      1.000.000

      ÍR

      Knatthús

      3.000.000

      Magni Grenivík

      Búningsaðstaða ofl.

      4.000.000

      Snæfell

      Sæti í stúku knattspyrnuvallar

      500.000

      Víðir Garði

      Ný uppsteypt varamannaskýli

      500.000

      Víkingur Ó.

      Gervigras lagt á Ólafsvíkurvöll ofl.

      8.000.000

      Þróttur Vogum

      Fjölmiðaaðstaða, girðing, miðasala ofl.

      1.000.000



  7. Málefni Laugardalsvallar
    • Guðni Bergsson fór yfir niðurstöður starfshóps um uppbyggingu þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu en hópurinn leggur til að stofnað verði undirbúningsfélag til að undirbúa lokaákvörðun.  Bæði Reykjavíkurborg og Ríkisstjórnin hafa samþykkt þá niðurstöðu.  Stjórn KSÍ samþykkti að taka þátt í stofnun félagsins.

  8. Landsliðsmál
    • Farið yfir úrslit landsleikja frá síðasta stjórnarfundi. 

  9. Mótamál
    • Drög að handbók leikja voru lögð fram og samþykkt.
    • Útreikningar vegna ferðaþátttökugjalda deilda lagðir fram til kynningar.  Stjórn samþykkti að vísa málinu til fjárhagsnefndar til skoðunar. 
    • Vignir Már Þormóðsson formaður mótanefndar fór yfir stöðuna í mótamálum.  Verið er að leggja lokahönd á undirbúning komandi tímabils.  Rýnifundur varðandi Lengjubikarinn verður fljótlega. 

  10. Dómaramál
    • Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar kynnti stjórn lokaundirbúning dómara fyrir mót.  Gott starf er að skila árangri í betur undirbúnum dómurum.
    • Kristinn ræddi um framlag Gylfa Þórs Orrasonar vegna útgáfu knattspyrnulaganna.  Stjórn þakkar Gylfa fyrir hans mikla framlag við útgáfuna. 
    • Rætt um samning við Félag Deildadómara en það á eftir að fínpússa samninginn. 

  11. Önnur mál
    • Rætt um tilboð um samstarfssamning frá veðmálafyrirtæki í Kína.  Stjórn einhuga um hafna slíkum tilboðum. 
    • 3. og 4. apríl sl. komu endurskoðendur á vegum FIFA til KSÍ og endurskoðuðu reikninga KSÍ og fylgiskjöl. Markmiðið er að skoða hvort að þeir styrkir FIFA sem veittir eru til aðildarsambanda fari í þau verkefni sem sótt er um fyrir.   Niðurstaðan FIFA var að bókhald KSÍ sé í góðu lagi og brugðist hefur verið við ábendingum frá síðustu skoðun.
    • Nýja heimasíðan opnaði fimmtudaginn 5. apríl og hefur hún vakið góð viðbrögð hjá notendum. Tölfræði í öllum lykilflokkum er jákvæð eftir að ný síða var tekin í gagnið. Það eru flokkar eins og notendur, nýir notendur, fjöldi síðna sem hver skoðar í hvert skipti, lengd tíma sem fólk eyðir á hverri síðu o.fl. Í þessari viku hafa t.a.m. 22,306 notendur farið inn á síðuna, samanborið við 14,076 sem fóru inn á gömlu síðuna síðustu vikuna sem hún var opin.   Þess má geta að ný síða er byggð þannig að hún virkar fullkomnlega í öðrum tækjum en tölvum, s.s. farsímum og spjaldtölvum. Mikilvægi þess sést best í því að síðustu vikuna hafa rúmlega 47% þeirra sem farið hafa inn á síðuna verið í farsímanum, 46% í tölvu og um 6% í spjaldtölvum.
    • Minnisblað frá Inga Sigurðssyni. Ingi fór yfir atriðin á minnisblaði sínu. 1. Endurgreiðsla á virðisaukaskatti til íþróttahreyfingarinnar vegna uppbyggingu mannvirkja. 2. Ferðakostnaður félaganna. 3. Heimsóknir til félaganna. Setja upp plan varðandi heimsóknir til félaganna.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að skipta málunum milli stjórnarfólks og skipa ábyrgðarmenn með hverjum lið. 
    • Rætt um samstarf við ÍTF.  Formanni og framkvæmdastjóra var valið að skipa ábyrgðarmann með samstarfinu. 
    • Mánudaginn 9. apríl 2018 heimsóttu Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Haukur Hinriksson lögræðingur KSÍ Útlendingastofnun. Tilgangur fundarins var í meginatriðum að ræða og spyrja út í umsóknir íþróttafélaga um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir leikmenn. Félög hafa mikið haft samband við KSÍ á undanförnum vikum og kvartað undan seinagangi við afgreiðslu umsókna og kostnaði við flýtimeðferð sem er kr. 45.000. Þær fregnir fengust að fjöldi umsókna hefur aukist verulega á undanförnum árum hjá Útlendingastofnum og þess vegna hefur umsóknarferlið lengst. Þ.e. nú gefa þeir upp að afgreiðsla hverrar umsóknar getur tekið allt að 90 daga. Ef umsóknarferlið á að taka styttri tíma en þessa 90 daga þá stendur aðilum til boða að borga fyrir flýtimeðferð. Þessi heimild fyrir flýtimeðferð er ný af nálinni og er heimild fyrir henni að finna í útlendingalögum og fjárlögum. Með því að fara þá leið þá gefa þeir sér 10 daga fyrir hverja umsókn, af því gefnu að öll gögn séu í lagi.
    • Erindi frá KF vegna sekta vegna ólöglegs leikmanns í Lengjubikarnum.  Sektin stendur.
    • Lagt fram erindi frá Fram og Víking vegna afhendinga heiðursmerkja á afmælum félaganna.  Gísla, Vigni og Klöru falið að fara yfir listana frá félögunum.  Stjórn leggur áherslu á að heiðursmerki KSÍ séu sjálfboðaliðamerki.  

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 19:10