Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram um helgina
Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram um helgina. Á föstudag mætast Breiðablik og Þór/KA á Leiknisvelli klukkan 19:15 og á sunnudaginn mætast Valur og Stjarnan á Valsvelli klukkan 16:00.
Liðin fjögur hafa öll orðið Deildarbikarmeistarar kvenna. Breiðablik hefur unnið oftast, eða sex sinnum, Valur fimm sinnum, Stjarnan fjórum sinnum og Þór/KA einu sinni.
Úrslitaleikurinn er skráður á föstudaginn 20. apríl klukkan 19:00. Þegar ljóst er hvaða lið leika til úrslita verður leikdagur hans staðfestur.
Undanúrslit
Breiðablik - Þór/KA á Leiknisvelli klukkan 19:15
Valur - Stjarnan á Valsvelli klukkan 16:00