Hulda Birna Baldursdóttir í markaðsdeild KSÍ
KSÍ hefur ráðið Huldu Birnu Baldursdóttur í tímabundið hlutastarf í markaðsdeild.
Verkefni Huldu í markaðsdeild KSÍ eru þessi:
- Samræming og utanumhald markaðsstarfs fyrir Pepsi-deildir, Inkasso og Mjólkurbikarinn
- Tengsl og samráð hagmunaaðila í hverju móti - ÍTF, félaganna, sjónvarpsrétthafa og nafnarétthafa
- Samræming og utanumhald viðburða í samráði við hagsmunaaðila
Lögð er áhersla að Hulda starfi í mikilli samvinnu við alla hagsmunaaðila og eru fulltrúar þeirra jafnframt hvattir til að vera í góðu sambandi við Huldu.
Hulda Birna, sem er jafnframt starfandi framkvæmdastjóri ÍA og varaformaður ÍTF, er viðskiptafræðingur að mennt með mastersgráðu í markaðsfræði og stjórnun. Hún var markaðsstjóri Flugskóla Íslands og Tækniskólans, og hefur kennt fyrirtækjum notkun samfélagsmiðla í markaðssstarfi. KSÍ býður Huldu velkomna til starfa.