A kvenna - Framundan leikir gegn Slóveníu og Færeyjum
Framundan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir hjá kvennalandsliðinu í undankeppni HM en næstu daga verður leikið gegn Slóveníu og Færeyjum. Liðið hélt utan í gær og, þrátt fyrir veðurtengdar tafir á heimalandinu, gekk ferðalagið ágætlega þótt langt væri.
Fyrri viðureignin verður gegn Slóveníu, föstudaginn 6. april. Leikið er í bænum Lendava en þar mættust þjóðirnar einnig árið 2015 í undankeppni EM. Þá hafði íslenska liðið betur, 0 – 6 en úrslitin urðu önnur þegar þjóðirnar mættust ytra í undankeppni EM árið 2007, þá höfðu heimakonur betur, 2 – 1. Í fjórum viðureignum þjóðanna hjá A landsliðum kvenna er það eini sigur Slóveníu en Ísland hefur sigrað þrisvar sinnum.
Bærinn Lendava, er um 12.000 manna bær, er nálægt landamærum Slóveníu, Ungverjalands og Króatíu og gistir liðið einmitt á hóteli í Króatíu við góðar aðstæður.
Seinni leikurinn í þessu ferðalagi er svo gegn Færeyingum og verður leikið í Þórshöfn í Færeyjum, þriðjudaginn 10. apríl.
Báðir leikirnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.