U21 karla - Markalaust jafntefli gegn Norður Írum
Strákarnir í U21 gerðu markalaust jafntefli gegn Norður Írum í kvöld í undankeppni EM en leikið var í Coleraine. Heimamenn sóttu meira í leiknum og sköpuðu sér nokkur góð færi en íslenska liðið varðist vel og átti einnig sín færi.
Staðan í riðlinum er mjög tvísýn en Spánverjar eru í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga. Baráttan um annað sætið er hinsvegar hörð en Ísland er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með 8 stig.
Íslenska liðið á fjóra leiki eftir í riðlinum og eru þeir allir á heimavelli. Eistar koma í heimsókn 6. september og þessari heimaleikjahrinu lýkur gegn Spánverjum, 16. október.