U21 karla - Leikið gegn Norður Írlandi á mánudaginn
U21 ára lið karla mætir Norður Írlandi á mánudaginn, en leikurinn er liður í undankeppni EM 2019.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma og fer fram á The Showgrounds í Sligo.
Ísland er í fjórða sæti riðilsins með sjö stig, en á leik til góða á bæði Norður Írland, sem eru með 10 stig, og Slóvakíu, níu stig, en þau eru í 2. og 3. sæti.
Strákarnir mættu Írlandi á fimmtudaginn 22. mars, en töpuðu honum 3-1.
Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson bætast nú í hópinn, en þeir léku báðir gegn Mexíkó í San Fransisco.
Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á vef UEFA: