HM styttan kemur til Íslands
Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eini sanni HM-bikar koma til Íslands í boði Coca-Cola. Um er að ræða þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar.
Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18.
Ferðalag HM-bikarsins gefur milljónum manna um allan heim tækifæri til að hita vel upp fyrir stærsta íþróttaviðburð heims, heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Með heimshornaflakki sínu vilja Coca-Cola og FIFA bjóða aðdáendum að sjá með eigin augum þennan virta bikar, þann sama og er veittur heimsmeisturunum hverju sinni. Fyrir þúsundi aðdáenda er þetta algjörlega einstakt og ómissandi tækifæri til að sjá þennan táknræna grip.
Ferðalag bikarsins hófst í september 2017 í Rússlandi og mun spanna yfir 50 lönd í sex heimsálfum og um 126,000 kílómetra á þeim níu mánuðum fram að keppninni sjálfri, HM2018. Í Rússlandi einu mun bikarinn heimsækja 25 borgir — en það er lengsta viðvera bikarsins hjá gestgjafa síðan ferðalögin hófust — þar sem einn af hverjum þremur Rússum hefur tækifæri til að sjá bikarinn með eigin augum
Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðalagi bikarsins, fá frekari upplýsingar um áfangastaði og dagsetningar, sjá myndir og myndbönd og fleira á opinberu heimasíðunni www.fifa.com/trophytour, opinberu Facebook síðunni www.facebook.com/trophytour og opinberu Instagram síðunni https://www.instagram.com/trophytour/.