Fundargerð Mannvirkjanefndar - 16. mars 2018
Fundur Mannvirkjanefndar 16. mars 2018
Mættir: Magnús Gylfason, Bjarni Þór Hannesson, Jón Runólfsson, Kristján Ásgeirsson, , Rúnar Arnarsson, Þorbergur Karlsson og Jóhann G. Kristinsson.
Fjarverandi: Margrét Leifsdóttir
Einnig sat fundinn: Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri
Eftirfarandi var rætt:
- Þorbergur sagði frá ráðstefnu sem hann sótti í Prag að beiðni Guðna Bergs. Fátt nýtt kom fram og ekki mikil þörf að sækja hana árlega.
- Klara fór yfir umsóknir í Mannvirkjasjóð og lagði til áhveðna línu við úthlutun. Ákveðið að við færum betur yfir umsóknir og gæfum álit á næsta fundi.
- Jóhann lagði fram umsókn SÍGÍ um áframhaldandi samning við KSÍ og voru menn sammála því. JGK kemur samningi til Klöru til undirritunar.
- Jóhann fór yfir umsóknir félaga um vallarleyfi og lagði fram bréf til stórnar. Skjalið samþykk og JGK sendir til stjórnar.