A kvenna - Leikið gegn Hollandi á mánudaginn
A landslið kvenna leikur þriðja, og síðasta, leik sinn í riðlakeppninni á Algarve Cup á mánudaginn.
Mótherjarnir eru Hollendingar, en þær hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru Evrópumeistarar frá síðasta sumri.
Leikurinn hefst klukkan 15:40 og fer fram á Est. Municipal de Albufeira.
Ísland gerði 0-0 jafntefli gegn Danmörku og tapaði 1-2 gegn Japan. Holland vann frábæran 6-2 sigur á Japönum í fyrsta leik og nældu síðan í 3-2 sigur gegn Danmörku.