• þri. 27. feb. 2018
  • Landslið

U17 karla - Ísak Snær Þorvaldsson hefur dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla

ksi-u17karla

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla (leikmenn fæddir 2001 og síðar), hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum sem leikur í milliriðlum undankeppni EM 2018. 

Ísak Snær Þorvaldsson, sem hefur verið fyrirliði liðsins, getur ekki tekið þátt vegna meiðsla, en í hans stað kemur Benedikt V. Warén inn í hópinn. 

Ísland er í riðli með Hollandi, Ítalíu og Tyrklandi og er fyrsti leikur liðsins 7. mars gegn Hollandi.