Fundur Unglinganefndar kvenna - 27. febrúar 2018
Fundargerð Unglinganefndar kvenna 27. febrúar 2018
Mættir: Ragnhildur Skúladóttir formaður nefndarinnar og fundarritari, Hafsteinn Steinsson, Tómas Þóroddsson, Viggó Magnússon, Hanna Dóra Markúsdóttir, Jörundur Áki Sveinsson og Arnar Bill Gunnarsson. Fjarverandi voru Jakob Skúlason og Þórður Þórðarson.
Eftirfarandi var rætt:
- Uppgjör leikja:
- Æfingaleikir U17 við Skota 4. og 6. febrúar í Kórnum. Báðir leikirnir unnust 4-0 sem eru merki um miklar framfarir á milli ára þar sem sama lið (árgangur) tapaði fyrir Skotum 3-0 í fyrra. Umgjörð af hendi KSÍ var algjörlega til fyrirmyndar.
- Æfingaleikir U17 við Skota 4. og 6. febrúar í Kórnum. Báðir leikirnir unnust 4-0 sem eru merki um miklar framfarir á milli ára þar sem sama lið (árgangur) tapaði fyrir Skotum 3-0 í fyrra. Umgjörð af hendi KSÍ var algjörlega til fyrirmyndar.
- Leikgreinandi
- Umræða fór fram um hvort að leikgreinandi ætti að fara í ferðir í stað annars fararstjóra. Rökin fyrir því eru að;
- Leikgreinandi hjálpar liðinu að ná í úrslit.
- Býr til þekkingu og hleypir fleiri þjálfurum að liðunum.
- Í báðum tilvikum sem þetta hefur verið gert hefur kvenþjálfari verið valin til að ýta undir tengsl þeirra við landsliðin, en UEFA mun á næstu árum gera kröfu um að kvenkynsþjálfari sé í þjálfarateymi yngri liða kvenna.
- Ekki var einhugur í nefndinni með þessa ráðstöfun, en rætt var um að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort að nauðsynlegt sé að hafa tvo fararstjóra með í för, það ræðst fyrst og fremst af hvert er farið.
- Umræða fór fram um hvort að leikgreinandi ætti að fara í ferðir í stað annars fararstjóra. Rökin fyrir því eru að;
- Mönnun ferða
- Farið var yfir ferðir ársins og raðað niður á ferðir til haustsins. Ákveðið að geyma forriðlana í haust og manna þær ferðir síðar.
- Farið var yfir ferðir ársins og raðað niður á ferðir til haustsins. Ákveðið að geyma forriðlana í haust og manna þær ferðir síðar.
- Önnur mál
- Borist hafa ábendingar frá félögum um mikið magn æfinga hjá yngri liðum kvenna. Landsliðsþjálfarar munu skoða þetta þegar æfingar næsta vetrar verða ákveðnar.