A kvenna - Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn á Algarve Cup
Freyr Alexandersson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum fyrir Algarve Cup. Sigrún Ella Einarsdóttir getur ekki komið til móts við liðið í Portúgal vegna meiðsla og í hennar stað kemur Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í hópinn.
Liðið kom til Algarve á sunnudaginn, en fyrsti leikur þess er miðvikudaginn 28. febrúar gegn Danmörku. Hefst hann klukkan 18:30 að íslenskum tíma.