A karla - Ísland í 18. sæti á heimslista FIFA
A landslið karla er í 18. sæti á nýjum heimslista FIFA, en það er besti árangur liðsins til þessa.
Ísland var í 20. sæti í síðustu útgáfu hans og hækkar sig því um tvö sæti á milli lista.
Ef litið er til mótherja Íslands á HM í sumar er Argentína áfram í 4. sæti, Króatía situr í 15. sæti og Nígería er í 52. sæti.
Næsti leikur Íslands er þó vináttulandsleikur við Mexíkó í Bandaríkjunum 23. mars, og Mexíkó er einmitt í næsta sæti fyrir ofan Ísland á listanum.