Íþróttafélagið Ösp fær Grasrótarverðlaun KSÍ
Íþróttafélagið Ösp hefur verið leiðandi í knattspyrnu fatlaðra hér á landi undanfarin ár. Blómstrandi knattspyrna er í boði fyrir fatlaða einstaklinga undir handleiðslu Darra McMahon, knattspyrnuþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins.
Öspin hefur undanfarin ár átt lang flest lið á Íslandsleikum Special Olympics og í september 2017 stóð Íþróttafélagið Ösp að fyrstu alþjóðlegu leikum fatlaðra í knattspyrnu hér á landi, í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands. Þátttakendur frá Færeyjum og Eyjunni Mön komu hingað til lands og öttu kappi við íslensk lið en mótið fór fram í Egilshöll í Reykjavík. Darri McMahon hefur auk þess verið þjálfari knattspyrnuliðs Íslands á alþjóða vettvangi, tvisvar á Heimsleika Special Olympics og tvisvar á Evrópuleika Klara, Guðni Gulli; halda áfram út allan þennan hluta
Special Olympics, og hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir knattspyrnu fatlaðra hér á landi. Útbreiðslunefnd KSÍ telur því engan vafa vera á því að Íþróttafélagið Ösp sé einkar vel að þessari viðurkenningu komið.