• lau. 10. feb. 2018
  • Ársþing

Fylkir hlýtur Dómaraverðlaun KSÍ

verdlaun-fylkir-domarar-minni

Dómaraverðlaunun í ár hlýtur Fylkir fyrir öflugt dómarastarf í gegnum tíðina. Ásamt því að sinna vel málaflokknum í þeim leikjum sem félagið ber ábyrgð á að manna, hafa margir dómarar skilað sér frá Fylki inn í dómarahópinn sem starfar fyrir KSÍ.  

Á dögunum stofnaði Fylkir dómararáð sem í sitja núverandi og fyrrverandi landsdómarar. Markmið og hlutverk dómararáðs er eftirfandi: 

  • Móta stefnu félagsins í dómaramálum 
  • Styðja við unga dómara
  • Halda utan um hóp efnilegra dómara
  • Bæta umhverfi dómara félagsins 
  • Vera með fræðslu fyrir dómara.  

Metnaðarfullt framtak sem önnur félög gætu tekið sér til fyrirmyndar og mun vonandi skila sér í enn öflugri dómurum í framtíðinni.