72. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins
Nú er nýhafið 72. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.
Aðrar fréttir af þinginu koma inn á síðuna undir "Um KSÍ" og "Ársþing".
Tillaga að lagabreytingu - Heildarbreyting (Stjórn KSÍ)
Breytingartillaga, frá 19 félögum, við tillögu við lagabreytingu borin upp á þinginu. Fram kom tillaga þar sem lagt var fram að báðum tillögum verði frestað til næsta ársþings og var hún svohljóðandi:
"Lagt er til að tillögum um breytingum á lögum og breytingartillögum þar á, verði frestað til næsta ársþings og vinnu nefndar KSÍ verði framhaldið fram að næsta ársþingi KSÍ" - Samþykkt
Tillaga að lagabreytingu - Fjölgun liða í 3. deild (Reynir Sandgerði) - Samþykkt
Tillaga til ályktunar - Kröfuréttindi og skráning samninga (ÍBV) (Dregin til baka)
Tillaga til ályktunar - Skoska leiðin (Stjórn KSÍ) - Samþykkt