• fim. 08. feb. 2018
  • Fræðsla

Sækjum fram #fyririsland - Málþing um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi

a605e663-043c-412d-94f6-4b7bec82a3aa

Föstudaginn 9. febrúar mun KSÍ standa fyrir málþingi um stöðu og framtíð knattspyrnunnar á Íslandi. Málþingið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og byggt upp á örfyrirlestrum, auk pallborðsumræðu. 

Dagskrá málþingsins má finna hér að neðan. 

Málþingið er opið öllum og byrjar kl. 16:00. Áætlað er að því ljúki eigi síðar en kl. 19:00. Léttar veitingar verða í boði að málþingi loknu. 

Málþingið verður í beinni útsendingu á miðlum KSÍ og má finna hana hér að neðan:

Bein útsending

Hægt er að skrá sig hér. 

Dagskrá – 9. febrúar 2018 

16:00 Guðni Bergsson – setning málþings. 

16:20 Freyr Alexandersson – hvar stöndum við í samanburði við þær bestu. 

16:40 Heimir Hallgrímsson – hvar stöndum við í samanburði við þá bestu. 

17:00 Hlé. 

17:10 Ólafur Helgi Kristjánsson – samanburður á þjálfun bestu leikmanna á Íslandi og í Danmörku. 

17:30 Gunnar Már Guðmundsson, yfirþjálfari Fjölnis – hvernig geta félögin og KSÍ unnið í sameiningu að bætingu leikmanna. 

17:50 Hlé. 

18:10 Pallborðsumræður. 

Ráðstefnustjóri: Hulda Birna Baldursdóttir 

Málþingið gefur KSÍ A og KSÍ B þjálfurum 4 tíma í endurmenntun á sínum þjálfaragráðum.