• þri. 06. feb. 2018
  • Landslið

U17 kvenna - Annar 4-0 sigur á Skotlandi

Byrjunarlidid-i-seinni-leik

U17 ára lið kvenna vann annan 4-0 sigur á Skotlandi þegar liðin mættust í öðrum leik liðanna. Það voru þær Katla María Þórðardóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Karolína Jack sem skoruðu mörk Íslands.

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með og fátt markvert gerðist í fyrri hálfleiknum. 

Það var svo á 23. mínútu sem Diljá Ýr Zomers fékk boltann rétt fyrir utan teig Skota og átti gott skot að marki sem markmaðurinn varði frábærlega. 

Jafnfræði var áfram með liðunum þó Ísland væri ávallt ívið sterkari. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks sem brotið var á Jönu Sól Valdimarsdóttur við endalínuna og dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Fyrirliði Íslands, Katla María Þórðardóttir, steig á punktinn og setti boltann örugglega í netið. Stuttu síðar var flautað til hálfleiks. Staðan 1-0 fyrir Íslandi.

Síðari hálfleikurinn hófst líkt og sá fyrri endaði, Ísland var meira með boltann en þó án þess að skapa sér færi.

Á 48. mínútu komu þær Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir, Eva Rut Ásþórsdóttir og Clara Sigurðardóttir inn á og útaf fóru Íris Una Þórðardóttir, Sandra María Sævarsdóttir og Ísabella Anna Húbertsdóttir.

Fimm mínútum síðar skoraði Ísland annað mark leiksins. Eva Karen Sigurdórsdóttir átti þá góðan sprett, sendi frábæra sendingu á Ídu Marín Hermannsdóttur sem skoraði með góðu skoti.

Strax í kjölfar marksins gerði Ísland þrefalda skiptingu. Inn á komu Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Karólína Jack. Útaf fóru Ída Marín Hermannsdóttir, Eva Karen Sigurdórsdóttir og Jana Sól Valdimarsdóttir.

Það tók Karólínu Leu ekki nema um fimm mínútur að setja mark sitt á leikinn, en þá skoraði hún með bylmingsskoti úr teignum. Staðan orðin 3-0 fyrir Ísland.

Eftir markið var aftur gerð þreföld skipting. Inn á komu Helena Ósk Hálfdánardóttir, Inga Laufey Ágústsdóttir og Andrea Marý Sigurjónsdóttir. Útaf fóru Diljá Ýr Zomers, Barbára Sól Gísladóttir og Katla María Þórðardóttir.

Ísland var nú búið að taka öll völd á vellinum og setti mikla pressu á skosku vörnina. Áslaug Munda átti frábæran sprett upp vinstri kantinn, lagði boltann fyrir á Karólínu Leu en Skotarnir björguðu á línu.

Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum fékk Karólína Jack boltann inn í vítateig Skota og setti hann í netið með góðu skoti. 4-0 fyrir Ísland.

Annar 4-0 sigur á Skotum staðreynd og því tveir frábærir sigrar hjá liðinu. Ísland lék vel í báðum leikjum, stjórnaði þeim báðum og var í heild mun betra liðið. Næsta verkefni liðsins er milliriðill fyrir EM 2018, en hann fer fram í Þýskalandi í lok mars.

Byrjunarlið Íslands: