• mán. 05. feb. 2018
  • Fræðsla

Fyrstu UEFA A markmannsþjálfararnir útskrifaðir

IMG_6358

KSÍ hefur nú útskrifað fyrstu UEFA A markmannsþjálfarana hér á landi en á laugardaginn hlutu átta þjálfarar þann heiður að útskrifast með hæstu þjálfaragráðu sem UEFA veitir markmannsþjálfurum. 

Þessi áfangi á sér langan aðdraganda sem hófst haustið 2012. Síðan þá hefur KSÍ þróað sína markmannsþjálfaragráður, sem nú eru tvær, KSÍ Markmannsþjálfaragráða og UEFA A Markmannsþjálfaragráða. Þjálfaragráðan var samþykkt endanlega á fundi fræðslunefndar UEFA síðasta sumar og nú hafa, eins og áður segir, fyrstu markmannsþjálfararnir verið útskrifaðir. 

Þeir átta sem útskrifuðust að þessu sinni eru: 

Elías Örn Einarsson 

Fjalar Þorgeirsson 

Guðmundur Hreiðarsson 

Gunnar Sigurðsson 

Hajrudin Cardaklija 

Ólafur Pétursson 

Þorleifur Óskarsson 

Þorsteinn Magnússon 

Á myndina vantar Gunnar Sigurðsson og Ólaf Pétursson. Með þjálfurunum á myndinni er Ragnhildur Skúladóttir, formaður fræðslunefndar KSÍ.


IMG_6358