Kynferðislegt áreiti og ofbeldi
Í ljósi umræðunnar í kjölfarið á #metoo hefur ÍSÍ sent erindi á sérsambönd og íþróttabandalög, íþróttafélög og deildir þeirra, til að upplýsa um það helsta sem nú er unnið að af hálfu ÍSÍ varðandi málefnið. Á vef ÍSÍ hafa auk þess verið birtar ýmsar gagnlegar upplýsingar og fræðsluefni,
Eins og fram kemur á vef ÍSÍ felst besta forvörnin í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins.
Ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.