• mið. 31. jan. 2018
  • Landslið

U17 kvenna - Leikið gegn Skotlandi í dag

ksi-u17kvenna

U17 ára lið kvenna leikur tvo leiki gegn Skotlandi á næstu dögum, sá fyrri fer fram í dag og sá síðari á þriðjudag. Báðir leikirnir fara fram í Kórnum og verða í beinni útsendingu hjá SportTV. 

Byrjunarlið Íslands:

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (M)

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Íris Una Þórðardóttir

Inga Laufey Ágústsdóttir

Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir

Eva Rut Ásþórsdóttir

Helena Ósk Hálfdánardóttir

Clara Sigurðardóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Katla María Þórðardóttir

Karólína Jack

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018, en liðið er með Þýskalandi, Írlandi og Aserbaídsjan í riðli. 

Leikið verður í Þýskalandi og er fyrsti leikur Íslands þann 22. mars gegn Írlandi. 

Leikirnir verða báðir í beinni útsendingu hjá SportTV, sá fyrri aðeins á www.sporttv.is en þann síðari verður hægt að nálgast í sjónvarpinu.

Sunnudagurinn 4. febrúar

Ísland - Skotland klukkan 15:30 í Kórnum.

Þriðjudagurinn 6. febrúar

Ísland - Skotland klukkan 12:00 í Kórnum.

Þess má geta að tímasetningin á leiknum á þriðjudaginn er þessi vegna þess að lið Skota fer af landi brott síðar um daginn.

Hópurinn sem mætir Skotlandi