• mán. 29. jan. 2018
  • Dómaramál

Hæfileikamótun ungra dómara

20180127_130007

Laugardaginn 27. janúar var fundur með þátttakendum sem valdir voru í hæfileikamótun fyrir unga dómara árið 2018. 

10 þátttakendur á aldrinum 17-25 ára voru valdir til þess að taka þátt í verkefninu að þessu sinni. Allir munu þeir fá kennara sem mun skoða þá í 5 leikjum og gefa þeim góð ráð í kjölfarið. 

Þetta er þriðji hópurinn sem farið er af stað með í þetta verkefni. Útkoman til þessa hefur verið mjög góð og hefur skilað flottum einstaklingum inn í landsdómarahópinn. 

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér að neðan:

Laugardagur 27. janúar.

10:30-10:55       Setning formanns dómaranefndar KSÍ.

                              Umsjón: Kristinn Jakobsson.

 10:55- 11:20      Kynning á verkefninu.

                              Umsjón: Magnús Jónsson             

 11:20-11:30        Kliðfundur.

 11:30-12:00        Skriflegt próf.

                              Umsjón: Magnús Jónsson/Pjetur Sigurðsson

 12:00-12:45        Matur. Cafe Laugar.

 12:45-13:05        Yfirferð skriflega prófsins.

                              Umsjón: Magnús Jónsson/Pjetur Sigurðsson..

 13:15-14:15        Klippupróf.

                              Magnús Jónsson/Pjetur Sigurðsson.

 14:15-14:30        Kliðfundur.

 14:30-14:50        Hagnýt mál

                              Umsjón: Magnús Jónsson/Pjetur Sigurðsson..

 14:50-15:55       Yo-Yo test. Mæta með íþróttaföt og skó.                           

                              Umsjón: Fannar Karvel

15:55-16:00        Slit.