A karla – Belgía og Sviss mæta á Laugardalsvöll í haust
Ísland dróst í 2. riðil A deildar Þjóðadeildarinnar ásamt Belgíu og Sviss. Leikirnir munu fara fram í september, október og nóvember 2018 og verður leikið heima og heiman.
Ísland og Belgía hafa 9 sinnum mæst áður og hefur Belgía unnið alla leikina. Síðast mættust þjóðirnar í vináttuleik árið 2014 í Belgíu og endaði sá leikur með 3-1 sigri Belga.
Ísland og Sviss hafa 6 sinnum mæst áður. Belgía hefur haft betur í 5 af þessum viðureignum og einu sinni hefur leikur liðanna endað með jafntefli. Það var einmitt síðasta viðureign þjóðanna en hún fór fram í undankeppni HM 2014 í Sviss, lokatölur leiksins voru 4-4.
Leikir Íslands í Þjóðadeildinni verða sem hér segir:
8. sept. Sviss-Ísland
11. sept. Ísland-Belgía
15. okt. Ísland-Sviss
15. nóv. Belgía-Ísland
Hér fyrir neðan má sjá hvernig aðrir riðlar A deildar verða.