• mán. 22. jan. 2018
  • Ársþing

Kosningar í stjórn á 72. ársþingi KSÍ

KSI-MERKI-PNG

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 27. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og skal kosning fara þannig fram: 

  1. Kosning formanns annað hvert ár til tveggja ára í senn. 
  2. Kosning 4ra manna í aðalstjórn til tveggja ára en fjórir menn ganga úr aðalstjórn á hverju ári. 
  3. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum í stjórn til eins árs. 
  4. Kosning 3ja manna til vara í aðalstjórn til eins árs. 
  5. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum til vara til eins árs. 

Ath! Fyrir liggur lagabreytingartillaga til samþykktar á ársþingi KSÍ 2018 um lengd kjörtímabils fulltrúa landsfjórðunga.  Verði tillagan samþykkt munu fulltrúar landsfjórðunga ekki vera meðlimir í stjórn KSÍ og  mun kjörtímabil þeirra ná til tveggja ára í stað eins árs.


Kosning formanns 

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 71. ársþingi KSÍ í febrúar 2017. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur á 73. ársþingi KSÍ árið 2019. 


Kosning í aðalstjórn 

Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í aðalstjórn KSÍ lýkur á 72. ársþingi KSÍ 10. febrúar nk.: 

Gísli Gíslason, gjaldkeri Akranesi
Jóhannes Ólafsson Vestmannaeyjum
Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík
Rúnar V. Arnarson Reykjanesbæ

Gísli Gíslason, Ragnhildur Skúladóttir og Rúnar V. Arnarson gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.


Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2019):

Guðrún I. Sívertsen, varaformaður Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir Kópavogi
Magnús Gylfason, ritari Hafnarfirði
Vignir Már Þormóðsson Akureyri


Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga 

Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 72. ársþingi KSÍ 10. febrúar nk.: 

Jakob Skúlason Vesturland
Björn Friðþjófsson Norðurland
Magnús Ásgrímsson Austurland
Tómas Þóroddsson Suðurland

Jakob Skúlason, Björn Friðþjófsson og Tómas Þóroddsson gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn sem aðalfulltrúar landsfjórðunga.


Kosning varamanna í aðalstjórn 

Eins árs kjörtímabili varamanna í aðalstjórn lýkur á 72. ársþingi KSÍ 10. febrúar nk.: 

Ingvar Guðjónsson Grindavík
Jóhann Torfason Ísafirði
Kristinn Jakobsson Reykjavík

Allir ofangreindir gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem varamenn í aðalstjórn. 


Með tilkynningu um framboð er óskað eftir stuttri ferilskrá til birtingar á heimasíðu KSÍ.