Fræðsluviðburður fyrir félög í leyfiskerfinu haldinn
Fimmtudaginn 18. janúar sl. kom í heimsókn til KSÍ Jochen Kemmer verkefnastjóri hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe). Stýrði Jochen fræðsluviðburði sem var sérstaklega tileinkaður fulltrúum félaga í leyfiskerfinu og tengiliðum fatlaðra stuðningsmanna í efstu deild karla. Þó voru allir velkomnir sem áhuga höfðu á viðfangsefninu. Þeir Alexander Harðarson og Ólafur Þór Davíðsson nýttu einnig tækifærið og fóru yfir niðurstöður verkefnis þeirra um aðgengi fatlaðra stuðningsmanna á knattspyrnuvöllum í Pepsi deildum karla og kvenna árið 2017.
Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna á knattspyrnuvöllum félaga í leyfiskerfinu er áherslumál á leyfistímabilinu 2018 og var viðburðurinn haldinn sem einn liður í því.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af viðburðinum: