A kvenna - Sara Björk ekki með á La Manga vegna meiðsla
Ljóst er að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, verður ekki með íslenska liðinu í æfingabúðum á La Manga vegna meiðsla. Mun hún því ekki spila leikinn gegn Noregi á þriðjudaginn næstkomandi.
Sara Björk meiddist á ökkla á æfingu hjá félagsliði sínu Wolfsburg nýverið og verður í meðferð í Þýskalandi í stað þess að koma til móts við landsliðið hér á Spáni.
Reiknað er með því að Sara Björk verðin orðin heil fyrir Algarve Cup sem hefst í byrjun mars.