• þri. 16. jan. 2018
  • Lög og reglugerðir

Ólöglegir leikmenn hjá ÍR gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu

ÍR
IR_logo

Skrifstofa KSÍ hefur staðfest að ÍR tefldi fram ölöglegu liði gegn Fjölni í leik í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla, sem fram fór 12. janúar síðastliðinn.  Úrslitum leiksins er því breytt, í samræmi við grein 40.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, og Fjölni dæmdur sigur.


Úr ábendingum sem sendar voru til þátttakenda í Reykjavíkurmóti meistaraflokks:

Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða.  Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út. Viðkomandi félög verða sektuð samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Samkvæmt reglum KSÍ um knattspurnumót segir í grein 40.1:

Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks og félag sem notar leikmann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Félag sem notar þjálfara eða forystumann sem er í leikbanni skal sæta sektum og viðkomandi frekara leikbanni í samræmi við ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar. Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð allt að kr. 50.000. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð allt að kr. 300.000 sé brotið framið í meistaraflokki. Sé brotið framið í öðrum flokkum skal sektin vera allt að kr. 50.000.


Neðangreindir leikmenn léku ólöglegir með ÍR:

Leikur:                               ÍR – Fjölnir 

Dagsetning:                     12. janúar 2018

Nöfn leikmanna:

Andri Þór Magnússon                   spilar með ÍR.  Skráður í: Grótta

Björgvin Stefán Pétursson           spilar með ÍR.  Skráður í: Leiknir F

Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð 0-3 og ÍR  er sektað um kr. 25.000.-