A kvenna - Tvær breytingar á hópnum sem fer til La Manga
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert tvær breytingar á hóp liðsins sem heldur til La Manga á fimmtudaginn og leikur þar við Noreg 23. janúar.
Elín Metta Jensen og Sigríður Lára Garðarsdóttir eru meiddar og í þeirra stað koma inn Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA, og Hlín Eiríksdóttir, Val.