Fundargerð Dómaranefndar KSÍ - 15. janúar 2018
6. fundur Dómaranefndar KSÍ 2017/18, mánudaginn 15. janúar 2018 kl. 17:00
Mættir voru Kristinn Jakobsson, Gísli Gíslason, Jón Sigurjónsson, Borghildur Sigurðardóttir, Viðar Helgason. Jafnframt Magnús Már Jónsson og Pjetur Sigurðarson starfsmenn KSÍ.
Fundargerð síðasta fundar dómaranefndar 2017 samþykkt.
Eftirfarandi mál tekin fyrir:
- Samingaviðræður við dómara.
- G og BS fóru yfir samningaviðræður við Félag deildardómara. Félag deildardómara skilaði greinargerð með áhersluatriðum sem félagið vildi að tekið yrði á í nýjum samningi fyrir utan bein launamál. Tryggingamál, upplýsingagjöf, mannauðsmál, trúnaðarmann dómara, fundargerðir dómaranefndar, eftirlitsmannakerfið, ráðstefnur, niðurraðanir o.fl. Þessum verkþáttum hefur verið skipt á starfsmenn dómaramála og samningamenn til skoðunar með fulltrúum dómara.
- G og BS fóru yfir samningaviðræður við Félag deildardómara. Félag deildardómara skilaði greinargerð með áhersluatriðum sem félagið vildi að tekið yrði á í nýjum samningi fyrir utan bein launamál. Tryggingamál, upplýsingagjöf, mannauðsmál, trúnaðarmann dómara, fundargerðir dómaranefndar, eftirlitsmannakerfið, ráðstefnur, niðurraðanir o.fl. Þessum verkþáttum hefur verið skipt á starfsmenn dómaramála og samningamenn til skoðunar með fulltrúum dómara.
- Fundur með dómarastjórum verður 23. jan.
- MMJ og PS munu funda með dómarastjórum félaga og fara yfir dómaramál og ábyrgð félaga gagnvart dómurum.
- MMJ og PS munu funda með dómarastjórum félaga og fara yfir dómaramál og ábyrgð félaga gagnvart dómurum.
- Fyrirhugðu æfingaferð FIFA hópsins.
- Stefnt á að fara frá fim-þri. til Alicante, KJ, MÞJ og FK. Samhliða æfingum yrði undirbúningur fyrir landsdómararáðstefnu. Allir klárir nema 2 (JGG og RKS). Er í skoðun hjá framkvæmdastjóra KSÍ. Dómaranefnd var upplýst um að Færeyjar fara með allan landsdómarahópinn út, og félög sem dómararnir koma frá borga 20%
- Stefnt á að fara frá fim-þri. til Alicante, KJ, MÞJ og FK. Samhliða æfingum yrði undirbúningur fyrir landsdómararáðstefnu. Allir klárir nema 2 (JGG og RKS). Er í skoðun hjá framkvæmdastjóra KSÍ. Dómaranefnd var upplýst um að Færeyjar fara með allan landsdómarahópinn út, og félög sem dómararnir koma frá borga 20%
- Kvendómaramál.
- PS, BS og Bríet hafa fundað með kvendómurum hjá Fylki, FH og Breiðablik um kvendómaramál. Stefnt að því að þær æfi t.d. mánaðarlega undir umsjón Fannars. Þannig er kominn 10 kvenna kjarni til að vinna með.
- PS, BS og Bríet hafa fundað með kvendómurum hjá Fylki, FH og Breiðablik um kvendómaramál. Stefnt að því að þær æfi t.d. mánaðarlega undir umsjón Fannars. Þannig er kominn 10 kvenna kjarni til að vinna með.
- Skipan dómaranefndar.
- Einar Sigurðsson hefur beðist undan störfum í dómaranefnd og í vinnuhópum. (VH, MMJ og PS munu setja upp aðstoðardómararáðstefnu/æfingu í samráði við AD sem hafa verið á Core).
- Einar Sigurðsson hefur beðist undan störfum í dómaranefnd og í vinnuhópum. (VH, MMJ og PS munu setja upp aðstoðardómararáðstefnu/æfingu í samráði við AD sem hafa verið á Core).
- Æfingatest.
- Dómarar voru boðaðir á æfingatest á sunnudagmorgni 14. jan., 18 mættu. Fleiri verða haldin í samráði MMJ og Fannars Karvels.
- Dómarar voru boðaðir á æfingatest á sunnudagmorgni 14. jan., 18 mættu. Fleiri verða haldin í samráði MMJ og Fannars Karvels.
- Dómaranámskeið verða haldin í mars.
- Unglingadómaranámskeið komin á fullt, héraðsdómaranámskeið í undirbúningi.
- Unglingadómaranámskeið komin á fullt, héraðsdómaranámskeið í undirbúningi.
- Landsdómararáðstefna 2018 verður 2-3 mars.
- Ekki komið svar frá UEFA um að senda einhvern. Skoðaður möguleiki á að fá Greg Pawson sem er einn af dómurum ensku úrvalsdeildarinnar.
- Ekki komið svar frá UEFA um að senda einhvern. Skoðaður möguleiki á að fá Greg Pawson sem er einn af dómurum ensku úrvalsdeildarinnar.
- Hæfileikamótun ICE core.
- Start fundur með nýjum hópi í lok janúar, búið að tilnefna umsjónarmenn fyrir þá sem verða í hópnum.
Næsti fundur: