• mán. 15. jan. 2018
  • Leyfiskerfi

Fræðsluviðburður fyrir félög í leyfiskerfinu

cafe

Fimmtudaginn 18. janúar nk. mun KSÍ fá í heimsókn Jochen Kemmer verkefnastjóra hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe). Skipulagður hefur verið þríþættur viðburður í kringum hans heimsókn. Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður fulltrúm félaga í leyfiskerfinu og tengiliðum fatlaðra stuðningsmanna í efstu deild. 

Dagskrá viðburðarins er eftirfarandi: 

18. janúar kl. 11:15 - Kynning fyrir leyfisfulltrúa félaga í efstu tveimur deildum karla (tengiliðir fatlaðra stuðningsmanna einnig velkomnir). Starfsemi CAFE kynnt

  • Fyrirlesari: Jochen Kemmer 

18. janúar kl. 12:10 – Súpufundur. Fræðsluerindi um aðgengi fatlaðra stuðningsmanna á knattspyrnuvöllum í Evrópu. Súpa og brauð. 

  • Fyrirlesari: Jochen Kemmer 

18. janúar kl. 13:00 – Þjálfun fyrir leyfisfulltrúa og tengiliði fatlaðra stuðningsmanna. 

  • Þjálfari: Jochen Kemmer. 
  • Gestafyrirlesari: Alexander Harðarson – Tengiliður fatlaðra stuðningsmanna hjá Fjölni. 

Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna á knattspyrnuvöllum félaga í leyfiskerfinu er áherslumál á leyfistímabilinu 2018 og því er mikilvægt að fulltrúar þeirra félaga taki tíma frá fyrir viðburðinn. Fulltrúar annarra félaga sem heyra ekki undir leyfiskerfið eru einnig velkomnir á viðburðinn.