• mið. 10. jan. 2018
  • Leyfiskerfi

Árlegur vinnufundur um leyfismál haldinn

pepsi-deildin-100509_113
pepsi-deildin-100509_113

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ. 

Birna María Sigurðardóttir frá Deloitte fór ítarlega yfir fjárhagslega þætti og áhersluatriði á nýju leyfistímabili. Hún fór jafnframt yfir nokkrar breytingar sem orðið hafa á eyðublöðum, forskrift að ársreikningi og öðrum skjölum í tækjakassa leyfiskerfisins. Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs KSÍ, fór síðan yfir þær breytingar sem vænta má á leyfisreglugerðinni á næstu árum. Undanfarin 10 ár hefur Lúðvík setið í leyfisnefnd UEFA en nú nýlega var hann að auki skipaður í sérstakan vinnuhóp hjá UEFA sem hefur það verkefni á endurskoða núgildandi leyfisreglugerð. 

Meðal þeirra breytingar sem vænta má á leyfisreglugerðinni á næstu árum eru: 

  • Auknar kröfur um læknisskoðun. 
  • Auknar kröfur um vernd barna og unglinga. 
  • Krafa um að félög hafi innan sinna raða svokallaðan viðburðastjóra (event manager). 
  • Leyfiskerfi fyrir kvennaknattspyrnu. 
  • Útvíkkun á hugtakinu „vanskil“, svo það nái til allra starfsmanna í félögum. 

Glærukynningar: 

Fjárhagslegir þættir (Birna María Sigurðardóttir) 

Breytingar sem vænta má (Lúðvík Georgsson)